Meiðsli Johnsons ekki alvarleg

Glen Johnson í leik með Liverpool.
Glen Johnson í leik með Liverpool. AFP

Meiðslin sem Glen Johnson, bakvörður Liverpool og enska landsliðsins í knattspyrnu, varð fyrir í byrjun mánaðarins, eru ekki eins alvarleg og óttast var og því verður þess væntanlega ekki langt að bíða að hann klæðist búningi liðs síns á ný.

Johnson meiddist á ökkla þegar Liverpool vann Manchester United 1:0 hinn 1. september og missti fyrir vikið af leikjum Englands við Moldóvu og Úkraínu í undankeppni HM. Hann leikur varla með Liverpool gegn Swansea á mánudaginn kemur en spurning hvort hann verði ekki kominn aftur í slaginn fljótlega eftir það.

„Meiðslin virðast ekki eins slæm og fyrst var talið, vonandi verð ég byrjaður að spila fyrr en upphaflega var reiknað með," sagði Johnson á Twitter fyrir stundu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert