FH hrósaði sigri í Safamýri

Framarinn Stefán Darri Þórsson reynir að komast framhá FH-ingunum Ásbirni …
Framarinn Stefán Darri Þórsson reynir að komast framhá FH-ingunum Ásbirni Friðrikssyni og Magnúsi Óla Magnússyni. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Von FH-inga um sæti í úrslitakeppni Olís-deildar karla í handknattleik lifir áfram eftir sigur á Fram, 28:25, í 18. umferð deildarinnar í íþróttahúsi Fram í Safamýri í kvöld. FH var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 15:13, og náði mest sjö marka forskoti í síðari hálfleik. 

Fram-liðinu tókst að minnka muninn í tvö mörk á síðustu mínútunni eftir ótrúlegan klaufaskap í sóknarleik FH þegar Framarar tóku tvo sóknarmenn FH úr umferð. 

Þetta er aðeins annar sigur FH-inga í síðustu níu leikjum. Athyglisvert er að báðir sigurleikirnir voru á útivelli. 

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Tölfræði leiksins er hér að neðan. Síðari í kvöld birtast viðtöl við leikmenn og þjálfara á mbl.is. 

Fram 25:28 FH opna loka
60. mín. Ágúst Elí Björgvinsson (FH) varði skot
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert