Mæta Serbum, Svartfellingum og Ísraelsmönnum

Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handknattleik karla..
Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handknattleik karla.. mbl.is/Eva Björk

Íslenska landsliðið í handknattleik verður í riðli með Serbum, Svartfellingum og Ísraelsmönnum í undankeppni Evrópumeistaramótinu í handknattleik karla sem haldið verður í Póllandi 2016.

Dregið var fyrir stundu í Varsjá í Póllandi. Íslenska landsliðið var í öðrum styrkleikaflokki en Serbar í fyrsta styrkleikaflokki og voru þeir fyrsta þjóðin sem dregin var úr þeim flokki.

Undankeppnin hefst næsta vetur og fara tvær fyrstu umferðirnar fram dagana 29. október til 2. nóvember, önnur umferð 28. apríl til 3. maí á næsta ári og lokaleikirnir tveir dagana 10. til 14. júní. 

Að vanda verður leikið heima og að heiman og komast tvær efstu þjóðirnar áfram í lokakeppnin sem fram fer í Póllandi 15. - 31. janúar 2016. 

1. riðill: Króatía, Noregur, Holland, Tyrkland.

2. riðill: Danmörk, Hvíta-Rússland, Litháen, Bosnía.

3. riðill: Slóvenía, Svíþjóð, Slóvakía, Lettland.

4. riðill: Serbía, Ísland, Svartfjallaland, Ísrael.

5. riðill: Ungverjaland, Rússland, Portúgal, Úkraína.

6. riðill: Frakkland, Makedónía, Tékkland, Sviss.

7. riðill: Spánn, Þýskaland, Austurríki, Finnland.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert