Aron áfram yfirþjálfari - svarar eftir páska

Aroni Kristjánssyni stendur til boða að halda áfram sem aðalþjálfari …
Aroni Kristjánssyni stendur til boða að halda áfram sem aðalþjálfari KIF Kolding Köbenhavn. Eva Björk Ægisdóttir

Aron Kristjánsson verður aðalþjálfari danska úrvalsdeildarliðsins KIF Kolding København út keppnistímabilið þrátt fyrir að Henrik Kronborg, sem var yfirþjálfari fram yfir áramót, hafi nú snúið til baka að loknu veikindaleyfi. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá félaginu í gær. 

Þar segir að Kronborg verði annar aðstoðarþjálfara liðsins ásamt Bilal Suman og muni þeir verða Aroni til aðstoðar en Aron beri ábyrgð á liðinu, stýri æfingum og liðinu í leikjum auk þess að vera talsmaður þess gagnvart fjölmiðlum.

Aroni tók við þjálfun KIF Kolding København snemma í ferbrúar og var ráðinn til loka keppnistímabilsins. Honum stendur til boða að stýra liðinu áfram.

Aron sagði í samtali við mbl.is í gær að hann ætlaði að svara forsvarsmönnum KIF Kolding København fljótlega eftir páska hvort hann taki tilboði þeirra um að þjálfa liðið áfram. Ef hann héldi áfram hjá KIF Kolding København myndi hann þjálfa liðið ásamt því að vera þjálfari íslenska karlalandsliðsins.

KIF Kolding København á tvo heimaleiki eftir í riðlakeppni átta liða úrslita um danska meistaratitilinn. Þrátt fyrir tvo tapleiki í röð þá þarf liðið að vinnan annan af leikjunum tveimur til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum í keppninni um danska meistaratitilinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert