Einar kom Molde upp um deild

Einar Jónsson, þjálfari Molde.
Einar Jónsson, þjálfari Molde. mbl.is/Eggert

Einar Jónsson stýrði í dag norska félaginu Molde til sigurs gegn Fjellhammer, 27:22, í hreinum úrslitaleik um laust sæti í 1. deild kvenna í Noregi á næstu leiktíð. Molde mun því leika í næstefstu deild næsta vetur.

Leikið var í sex riðlum í þriðju efstu deild Noregs í vetur og hafði Molde fyrir löngu unnið sinn riðil. Sigurvegurum riðlanna sex var svo raðað niður í tvo þriggja liða riðla og var leikið í þeim í gær. Molde gjörsigraði Förde 33:20 í dag og gerði svo jafntefli við Bravo 26:26. Förde vann hins vegar Bravo, 32:22.

Molde lék því þrjá leiki á tveimur sólarhringum til þess að vinna sér inn þátttökurétt í 1. deildinni á næstu leiktíð.

Kristín Clausen sambýliskona Einars er eini íslenski leikmaðurinn hjá Molde, en liðið er að mestu byggt upp á ungum og uppöldum leikmönnum frá Molde.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert