Akureyri hangir áfram í efstu deild

Sigþór Árni Heimisson skorar fyrir Akureyri gegn HK.
Sigþór Árni Heimisson skorar fyrir Akureyri gegn HK. Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason

Akureyri vann góðan og öruggan sigur á HK í lokaleik Olísdeildarinnar nú rétt í þessu. Sigurinn kom Akureyringum upp í 6. sæti deildarinnar í skamma hríð og svo þurftu menn að bíða í nagandi spennu eftir úrslitum úr leik ÍR og FH.

Þar virtust FH ingar vera með öruggt forskot en ÍR náði að jafna. FH kreisti svo fram sigur og tryggði sig inn í úrslitakeppnina og bjargaði í leiðinni Akureyri frá því að fara í umspil um áframhaldandi sæti í efstu deild.

Leikurinn á Akureyri var í höndum heimamanna nánast frá upphafi og urðu lokatölur 31:23.

Mörk Akureyri: Bjarni Fritzson 11/2, Sigþór Heimisson 7, Kristján Orri Jóhannsson 5, Jón Heiðar Sigurðsson 3, Þrándur Gíslason 2, Andri Snær Stefánsson 1, Hreinn Hauksson 1, Friðrik Svavarsson 1.
Varin skot: Jovan Kukobat 13/1, Tomas Olason 2.
Utan vallar: 8 Mín

Mörk HK: Garðar Svansson 6, Óðinn Þór Ríkharðsson 6, Atli Karl Bachmann 5, Jóhann Reynir Gunnlaugsson 2, Aron Gauti Óskarsson 1/1, Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1, Andri Þór Helgason 1, Leó Snær Pétursson 1.
Varin skot: Valgeir Tómasson 5, Baldur Ingi Agnarsson 1.
Utan vallar: 6 Mín

Akureyri 31:23 HK opna loka
60. mín. Aron Gauti Óskarsson (HK) skorar úr víti
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert