Anton og Jónas til Frakklands

Anton Gylfi Pálsson, dómari veifar gulu spjaldi sem hann verður …
Anton Gylfi Pálsson, dómari veifar gulu spjaldi sem hann verður örugglega með í vasanum þegar hann dæmir leik Nantes og Montpellier á öðrum degi páska. Kristinn Ingvarsson

Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson, handknattleiksdómarar, munu ekki sitja auðum höndum um páskana. Þeir hafa verið settir dómarar á viðureign frönsku liðanna Nantes og Montpellier í 8-liða úrslitum EHF-keppninnar í handknattleik karla.

Leikurinn fer fram í Nantes á öðrum degi páska, eftir viku, og er um að ræða fyrri viðureign liðanna í keppninni. Þeir félagar munu þar með nota páskadag til þess að ferðast til Frakklands.

Gunnar Steinn Jónsson leikur með Nantes. 

Jónas Elíasson, handknattleiksdómari, verður í eldlínunni með Antoni Gylfa Pálssyni …
Jónas Elíasson, handknattleiksdómari, verður í eldlínunni með Antoni Gylfa Pálssyni í slag frönsku liðanna, Nantes og Montpellier, í 8-liða úrslitum EHF-keppninnar á öðrum degi páska. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert