Bjarki: Hugsaði ekki um umspilið

„Við vorum eiginlega ekki með í leiknum í byrjun má segja. Við misstum þá fljótlega fram úr okkur og það tók bara sinn toll að koma til baka,“ sagði Bjarki Sigurðsson þjálfari ÍR í viðtali við mbl.is eftir að ÍR tapaði fyrir FH á heimavelli í kvöld, 28:27 í síðustu umferð Olísdeildar karla í handknattleik. ÍR lýkur keppni í 7. sæti deildarinnar og þarf að fara í umspil um laust sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð og mætir Gróttu í 1. deild í undanúrslitum umspilsins.

„Ég hugsaði ekki mikið um þetta umspil fyrir þennan leik, vegna þess að við ætluðum okkur annað. Eitt stig hefði heldur ekki dugað okkur í úrslitakeppnina - við hefðum þurft að vinna þennan leik til þess að komast í hana. En við verðum bara að sætta okkur við þetta og taka því sem höndum ber og mæta í umspilsleikina af fullum krafti og klára þá með sæmd,“ sagði Bjarki.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert