Einar Andri: Efaðist aldrei

„Það var mikið undir í kvöld og nú er sæti í úrslitakeppninni tryggt fjórða árið í röð hjá FH og það er virkilega vel gert að mínu mati,“ sagði Einar Andri Einarsson þjálfari FH í viðtali við mbl.is eftir sigurinn á ÍR, 28:27 í Austurbergi í kvöld í lokaumferð Olísdeildar karla í handknattliek. Það var ekki laust við að þungu fargi væri létt af Einari Andra, enda sæti í úrslitakeppni Íslandsmótsins í höfn.

Einar Andri segist þó aldrei hafa efast um að FH myndi vinna sér þátttökurétt í úrslitakeppninni. „Við héldum alltaf trú á þetta. Þótt við hefðum sigið niður í 6. sæti um tíma, þá var staðan í deildinni þannig að þetta var ekki óyfirstíganleg hindrun fyrir okkur. Við ræddum það að við myndum bara halda áfram og sjá hverju það myndi skila okkur,“ sagði Einar.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert