FH í úrslitakeppni - ÍR í umspil

Arnar Birkir Hálfdánarson skýtur hér að marki FH í Austurbergi …
Arnar Birkir Hálfdánarson skýtur hér að marki FH í Austurbergi í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

FH tryggði sér í kvöld síðasta lausa sætið í úrslitakeppni Íslandsmóts karla í handknattleik þegar FH vann ÍR í háspennuleik, 28:27 í Austurbergi í kvöld. Tapið sendir ÍR í umspil um laust sæti í efstu deild á næstu leiktíð.

FH-ingar komu einbeittari til leiks og náðu fljótlega sex marka forystu í leiknum, 7:1. ÍR-ingar náðu þó að koma sér inn í leikinn og hálfleikstölur voru 16:13 fyrir FH.

Í seinni hálfleiknum tókst ÍR að komast enn betur í takt við leikinn og þegar skammt var eftir af leiknum jöfnuðu ÍR-ingar metin. Benedikt Reynir Kristinsson skoraði svo sigurmark FH-inga þegar 24 sekúndur voru eftir af leiknum og Sigurður Örn Arnarson varði skot Sturlu Ásgeirssonar hjá ÍR á loka andartökum leiksins.

FH lýkur því keppni í 4. sæti Olísdeildarinnar og mætir deildarmeisturum Hauka í undanúrslitum úrslitakeppninnar. ÍR lýkur leik í 7. sæti og mætir Gróttu sem endar í 4. sæti 1. deildar karla í undanúrslitum umspilsins um laust sæti í úrvalsdeild á næstu leiktíð.

ÍR 27:28 FH opna loka
60. mín. FH tapar boltanum ÍR-ingar stela boltanum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert