Fram fer ekki í úrslitakeppnina

Sigfús Páll Sigfússon sækir að vörn Valsmanna í kvöld.
Sigfús Páll Sigfússon sækir að vörn Valsmanna í kvöld. mbl.is/Ómar

Valur vann Fram, 26:18, á heimavelli sínum í lokaumferð Olís-deildar karla í handknattleik eftir að hafa verið marki yfir, 12:11, að loknum fyrri hálfleik. Hlynur Morthens átti stórleik í síðari hálfleik og átti öðrum fremur þátt í að snúa taflinu við eftir að Fram náði þriggja marka forskoti snemma í síðari hálfleik.

Fram fer þar með ekki í úrslitakeppnina þetta árið. Liðið hafnaði í fimmta sæti eftir að FH vann ÍR og hirti fjórða sætið á lokasprettinum. Fram mun því ekki verja Íslandsmeistaratitilinn sem liðið vann fyrir ári. Það skal tekið fram að Fram-liðið nú er gjörbreytt frá síðasta og margir spáðu Fram neðsta sætinu áður en deildarkeppninni hófst í haust.

Valur mætir ÍBV í úrslitakeppninni sem hefst 22. apríl. Á sama tíma berjast Hafnarfjarðarliðin, Haukar og FH, í hinni rimmu undanúrslitanna.

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is. Tölfræðin er hér að neðan. Síðar í kvöld birtast á mbl.is viðtöl við Guðlaug Arnarsson, þjálfara Fram, og Hlyn Morthens, markvörð Vals.

Valur 26:18 Fram opna loka
60. mín. Finnur Ingi Stefánsson (Valur) skýtur yfir - úr opnu færi en það skiptir engu máli.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert