„Geysilega stór áfangi“

Dagur Sigurðsson gerði Füchse Berlín að þýskum bikarmeisturum í gær.
Dagur Sigurðsson gerði Füchse Berlín að þýskum bikarmeisturum í gær. AFP

„Þetta er algjörlega frábært og geysilega stór áfangi að vera búnir að ná í fyrsta titilinn í sögu félagsins. Hjá mér er þetta stærsta stundin á þjálfaraferlinum, það er engin spurning,“ sagði Dagur Sigurðsson við Morgunblaðið í gær eftir að hann hafði stýrt Füchse Berlín til sigurs gegn Flensburg, 22:21, í úrslitaleik þýsku bikarkeppninnar í handknattleik.

„Það var mikill léttir að sigra Melsungen í gær því þar var Evrópusæti í húfi. Melsungen hefði hirt það af okkur með því að vinna og fara í úrslitaleikinn svo þar var mikið undir. Í dag var þetta hins vegar allt saman eintóm gleði. Þetta var ekki okkar besti leikur, hvað varðar sóknina, en við unnum þetta á vörninni og markvörslunni. Silvio Heinevetter átti flotta helgi í markinu hjá okkur,“ sagði Dagur.

Þetta er hans fimmta ár sem þjálfari Füchse og liðið hefur á þeim tíma fest sig í sessi í hópi bestu liðanna í Þýskalandi.

Sjá nánar viðtalið í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert