Guðlaugur: Stoltir þrátt fyrir allt

„Þetta fór á versta veg fyrir okkur í kvöld," sagði Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram, eftir að lið hans tapaði fyrir Fram, 26:18, í lokaumferð Olís-deildar karla í handknattleik í kvöld á sama tíma og FH vann ÍR. Það þýtti að fimmta sætið kom í hlut Fram sem gerir að verkum að Safamýrarliðið náði ekki inn í úrslitakeppnina. 

„Eftir góða byrjun okkar í báðum hálfleikjum þá brotnar sóknarleikur okkar þegar á líður og Valsmenn refsuðu okkur með hraðaupphlaupum auk þess sem vinur minn, Hlynur Morthens, reyndist okkur afar erfiður," sagði Guðlaugur. „Ég er stoltur af strákunum. Þeir lögðu allt í þennan leik eftir veikindi og annað síðustu daga.

Við getum verið stoltir og ég er ánægður með strákana þótt markmið sem við vorum komnir með í augsýn hafi gengið okkur úr greipum. Strákarnir hafa sýnt það að þeir eru góðir handboltamenn sem eiga framtíð fyrir sér," sagði Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram, en nánar er rætt við hann á meðfylgjandi myndskeiði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert