Afturelding í úrvalsdeildina

Mikill fögnuður greip um sig meðal leikmanna Aftureldingar þegar flautað …
Mikill fögnuður greip um sig meðal leikmanna Aftureldingar þegar flautað var til leiksloka gegn Selfossi. Sigur í leiknum var í höfn og um leið tryggt sæti í úrvalsdeild á næsta keppnistímabili. mbl.is/Ómar Óskarsson

Afturelding vann Selfoss, 25:23, á heimavelli í kvöld í lokaumferð 1. deildar karla í handknattleik. Mosfellingar leika þar með í úrvalsdeildinni á næsta keppnistímabili eftir eins árs veru í 1. deild.

Jafnt var í hálfleik, 13:13 og Afturelding skoraði tvö fyrstu mörk síðari hálfleiks. Leikmenn Selfoss jöfnuðu metin og náðu yfirhöndinni sem þeir héldu lengst af síðari hálfleiks og voru mest með fjögurra marka forskot, 17:21, þegar rúmar tíu mínútur voru til leiksloka.  Aftureldingu tókst að spila betur úr sínu á lokakaflanum.

Mörk Aftureldingar: Örn Ingi Bjarkason 9, Ágúst Birgisson 3, Birkir Benediktsson 3, Jóhann Jóhannsson 3, Böðvar Páll Ásgeirsson 2, Kristinn Hrannar Bjarkason 2, Árni Bragi Eyjólfsson 1, Fannar Helgi Rúnarsson 1, Gestur Ólafur Ingvarsson 1.

Varin skot: Davíð Svansson 19, þar af eitt vítakast.

Utan vallar: 12 mínútur.

Mörk Selfoss: Andri Már Sveinsson 7, Andri Hrafn Hallsson 3, Einar Sverrisson 3, Atli Einar Hjörvarsson 2, Hörður Másson 2, Sverrir Pálsson 2, Atli Kristinsson 1.

Varin skot: Sverrir Andrésson 13.

Utan vallar: 4 mínútur.

Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson.

Áhorfendur: 350.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert