Löwen á toppinn eftir sigur á Kiel

Strákarnir hans Guðmundar Guðmundssonar lögðu Kiel í kvöld.
Strákarnir hans Guðmundar Guðmundssonar lögðu Kiel í kvöld. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Rhein-Neckar Löwen komst í kvöld í toppsæti þýsku 1. deildarinnar í handknattleik eftir öruggan heimasigur gegn meisturum Kiel, 29:26.

Löwen var yfir allan tímann en staðan eftir fyrri hálfleikinn var, 14:12, Löwen í vil. Í seinni hálfleik tóku lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar öll völd á vellinum. Þeir náðu mest 8 marka forskoti en Kiel klóraði í bakann á lokamínútum leiksins.

Alexander Petersson meiddist á ökkla í byrjun leik og kom lítið við sögu eftir það og Stefán Rafn Rafn Sigurmannsson fékk ekki að spreyta sig.

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 6 mörk fyrir Kiel og Aron Pálmarsson 4.

Löwen og Kiel er með 49 stig á toppnum en Löwen er með betri markatölu og er því í efsta sætinu. Flensburg kemur síðan skammt undan með 48 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert