Fjárfest til framtíðar

Hin efnilega Ragnheiður Júlíusdóttir úr Fram leikur með landsliðshópnum.
Hin efnilega Ragnheiður Júlíusdóttir úr Fram leikur með landsliðshópnum. Ómar Óskarsson

Kvennalandslið Íslands í handknattleik skipað leikmönnum 20 ára og yngri eyðir páskunum í undankeppni fyrir heimsmeistaramótið í handbolta. Íslenska liðið mætir Úkraínu, Rúmeníu og Slóveníu í Víkinni þrjá næstu daga og vonandi geta leikmenn íslenska liðsins verðlaunað sig með páskaeggjaáti takist liðinu að tryggja sig inn á HM á sjálfan páskadag.

Tvö efstu lið riðilsins komast í lokakeppni HM sem verður haldin í Króatíu í sumar. „Við eigum fyrsta leik gegn Úkraínu og það er eina liðið sem við höfum engar myndbandsupptökur af ennþá, þó að við höfum barist í því í nokkurn tíma. En við höfum skoðað leiki Rúmeníu og Slóveníu. Rúmenarnir virka mjög sterkir og eru sennilega meðal tíu bestu landsliða í sínum aldursflokki,“ segir Guðmundur Karlsson. Hann ásamt Halldóri Harra Kristjánssyni þjálfar 20 ára landsliðs Íslands.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert