Snorri og félagar eiga enn möguleika þrátt fyrir tap

Snorri Steinn Guðjónsson.
Snorri Steinn Guðjónsson. mbl.is/Eva Björk

Snorri Steinn Guðjónsson og samherjar hans í GOG náðu ekki að tryggja sér sæti í undanúrslitunum í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag.

GOG beið lægri hlut fyrir Team Tvis Holstebro, 34:28, í dag. Þar með tryggði sæti í undanúrslitunum en GOG á enn von um að komast þangað líka. GOG og Skjern eru jöfn að stigum fyrir lokaumferðina í riðli 2 í úrslitakeppninni. Takist Skjern ekki að vinna Team Tvis Holstebro í lokaumferðinni og GOG vinnur Arus Handbold sem er án stiga fer GOG í undanúrslitin.

Snorri Steinn skoraði 4 mörk fyrir GOG í leiknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert