Tveggja marka tap

Thea Imani Sturludóttir sækir að úkraínsku vörninni í leiknum í …
Thea Imani Sturludóttir sækir að úkraínsku vörninni í leiknum í Víkinni í dag. mbl.is/Ómar

Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna, skipað leikmönnum 20 ára og yngri, tapaði fyrsta leiknum sínum í undankeppni heimsmeistaramótsins í dag þegar liðið mætti landsliði Úkraínu í Víkinni. Lokatölur. 29:27, eftir að lið Úkraínu hafði verið marki yfir í hálfleik, 17:16.

Leikurinn var lengst af jafn en þegar rétt rúmar tíu mínútur voru til leiksloka náði lið Úkraínu þriggja marka forskot, 27:24. Íslenska liðinu tókst að minnka muninn í eitt mark og átti möguleika á að jafna metin manni fleiri í stöðunni 28:27. Það tókst ekki og Úkraínuliðið skoraði síðasta mark leiksins.

Mörk Íslands: Ragnheiður Júlíusdóttir 8, Hekla Rún Ámundadóttir 3, Þórey Ásgeirsdóttir 3, Helena Rut Örvarsdóttir 3, Sigrún Jóhannsdóttir 3, Bryndís Elín Halldórsdóttir 3, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 1, Áróra Pálsdóttir 1, Guðný Hjaltadóttir 1, Eva Björk Davíðsdóttir 1.

Á morgun kl. 14 leikur íslenska landsliðið við Rúmeníu sem mætir Slóveníu kl. 16 í Víkinni. Lokaleikurinn verður við Slóveníu kl. 16 á sunnudag. Tvær efstu þjóðir riðlakeppninnar tryggja sér sæti í lokakeppni HM sem fram fer í Króatíu í sumar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert