Annað tap hjá stelpunum

Áróra Pálsdóttir sækir að vörn Rúmena í leiknum í dag.
Áróra Pálsdóttir sækir að vörn Rúmena í leiknum í dag. mbl.is/Ómar

Annan daginn í röð tapaði 20 ára kvennalandsliðs Íslands í handknattleik í undankeppni heimsmeistarmótsins í handbolta, þegar Ísland tapaði í dag fyrir Rúmeníu, 25:21 í Víkinni í Reykjavík.

Í gær beið íslenska liðið lægri hlut gegn Úkraínu, 29:27 og með tapinu í dag er því ljóst að möguleikar Íslands um að hafna í öðru af efstu sætunum tveimur og um leið að komast á HM eru nær engir.

Ragnheiður Júlíusdóttir var markahæst í liði Íslands í dag, hún skoraði 6 mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert