Verður Róbert línumaður ársins?

Róbert Gunnarsson í skotstöðu á línunni í leik með íslenska …
Róbert Gunnarsson í skotstöðu á línunni í leik með íslenska landsliðinu á EM í Danmörku í janúar. AFP

Róbert Gunnarsson, landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður franska meistaraliðsins PSG, er einn fjögurra línumanna sem koma til greina í vali á línumanni ársins í franska handknattleiknum, en kjörið stendur nú yfir á heimasíðu frönsku úrvalsdeildarinnar.

Kjörinu er skipt niður í fjórtán flokka en Róbert er eini íslenski handknattleiksmaðurinn sem tilnefndur er í kjörinu sem er öllum opið á síðunni.  Þeir sem keppa við Róbert í vali á línumanni ársins er Igor Anic, hjá Cesson-Rennes, Issam Tej hjá Montpellier, og Benjamin Afgour, línumaður Dunkerque. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert