Ólafur og félagar ná yfirhöndinni

Ólafur Guðmundsson gat glaðst yfir góðum sigri og góðum stuðningi …
Ólafur Guðmundsson gat glaðst yfir góðum sigri og góðum stuðningi áhorfenda í dag í leiknum við Hammarby. 15071

IFK Kristianstad tók í dag yfirhöndina í rimmu sinni við Hammarby í átta liða úrslitum um sænska meistaratitilinn í handknattleik. Kristianstad vann með sex marka mun á heimavelli, 21:15, að viðstöddum 5.042 áhorfendum sem studdu vel á bak við sitt lið í Kristianstad Arena. 

Þetta er í þriðja sinn á keppnistímabilinu sem yfir 5.000 áhorfendur mæta á leik hjá Kristianstad. 

Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði þrjú mörk í leiknum. 

Fjórða viðureign liðanna verður á miðvikudaginn í Stokkhólmi á heimavelli Hammarby. Vinna þarf þrjá leiki til þess að komast í undanúrslit. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert