Sigur dugði Snorra og félögum ekki

Snorri Steinn Guðjónsson.
Snorri Steinn Guðjónsson. mbl.is/Eva Björk

Snorri Steinn Guðjónsson og samherjar hans í GOG dugði ekki að vinna Aarhus í dag, 26:22, í lokaumferð 8-liða úrslitanna  um danska meistaratitilinn í handknattleik, til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum. Ástæðan er sú að Skjern vann Team Tvis Holstebro, 29:28, á sama tíma á heimavelli.

GOG, Skjern og Team Tvis Holstebro voru þar með jöfn með níu stig hvert í öðrum riðli átta liða úrslitanna sem í voru fjögur lið. GOG stóð verst að vígi í innbyrðis leikjum við liðin þrjú og sat því eftir en Skjern og Team Tvis Holstebro halda áfram. 

Í hinum riðli átta liða úrslitanna vann KIF Kolding Köbenhavn, liðið sem Aron Kristjánsson þjálfar, stórsigur á Aalborg, 26:17, á heimavelli. KIF hafði þegar tryggt sér sæti í undanúrslitum fyrir leikinn í dag en með sigrinum innsiglaði liðið efsta sæti riðilsins. Aalborg er í öðru sæti. SönderjyskE og Bjerringbro/Silkeborg eru úr leik og breyti sigur SönderjyskE á Bjerringbro/Silkeborg í dag engu þar um.

Þar er ljóst að í undanúrslitum mætast annarsvegar KIF og Team Tvis Holstebro og hinsvegar Skjern og Aalborg, sem er ríkjandi meistari. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert