„Frábært að vera með þessa ljónagryfju hérna“

Magnús Stefánsson kemur markskoti fyrir Valsmanninn, Guðmund Hólmar Helgason í …
Magnús Stefánsson kemur markskoti fyrir Valsmanninn, Guðmund Hólmar Helgason í leiknum í Eyjum í gærkvöld. mbl.is/Sigfús Gunnar

„Þetta var alveg frábært. Svona er þetta búið að vera í allan vetur og frábært fyrir okkur að vera með þessa ljónagryfju hérna. Svona viljum við hafa þetta og hvetjum auðvitað alla til að mæta á sunnudaginn í þriðja leik. Við viljum auðvitað líka fá sem flesta á Hlíðarenda á fimmtudaginn,“ sagði Róbert Aron Hostert, besti leikmaður vallarins, eftir sigur ÍBV á Val í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olísdeildar karla í handbolta.

Með dýrvitlausa stuðningsmenn á hliðarlínunni, gátu leikmenn ÍBV ekki látið sitt eftir liggja enda áttu Valsmenn í raun og veru aldrei möguleika í gærkvöldi og Eyjamenn höfðu betur, 32:28.

ÍBV byrjaði mjög vel í leiknum, kom í 6:1 þegar aðeins tæpar átta mínútur voru búnar. Valsmönnum gekk ekkert að finna glufur á vörn Eyjamanna og höfðu aðeins skorað fjögur mörk þegar hálfleikurinn var rétt rúmlega hálfnaður. Heldur hresstust Valsmenn það sem eftir lifði hálfleiksins og munaði aðeins þremur mörkum í hálfleik.

Nánar er fjallað um leik ÍBV og Vals í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert