„Hef beðið eftir þessu síðan ég fór“

Bjarni Fritzson lék síðast með ÍR-ingum árið 2005.
Bjarni Fritzson lék síðast með ÍR-ingum árið 2005. mbl.is/Kristinn

ÍR-ingarnir Bjarni Fritzson og Einar Hólmgeirsson snúa aftur í Breiðholtið í sumar. Bjarni hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs ÍR í handknattleik til næstu þriggja ára og Einar verður honum til aðstoðar. Bjarni verður jafnframt leikmaður liðsins en hann hefur verið spilandi þjálfari Akureyringa undanfarin tvö ár.

Bjarni er þar með á heimleið eftir níu ára fjarveru og Einar tíu ára en þeir fóru frá félaginu í atvinnumennsku í Frakklandi og Þýskalandi á árunum 2004 og 2005.

„Þetta er bara yndislegt, ég er eiginlega búinn að vera bíða eftir því að koma aftur í ÍR, allt frá því ég fór. Það er alltaf frábær stemning í Breiðholtinu og í kringum handboltann hjá félaginu og það verður heilmikið rómantík í því að spila aftur fyrir framan mömmu og pabba og alla góðu vinina í ÍR,“ sagði Bjarni við Morgunblaðið í gærkvöld en hann tekur við liðinu af Bjarka Sigurðssyni sem hefur þjálfa ÍR síðustu fjögur árin.

Sjá viðtalið í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert