Íslendingaliðin í undanúrslit í Noregi

Hildigunnur Einarsdóttir skoraði 3 mörk fyrir Tertnes í kvöld.
Hildigunnur Einarsdóttir skoraði 3 mörk fyrir Tertnes í kvöld. mbl.is/Ómar

Íslendingaliðin Tertnes og Storhamar eru komin í undanúrslitin í keppninni um norska meistaratitilinn í handknattleik en þau tryggðu sér sigra í undanriðlum úrslitakeppninnar í kvöld.

Hildigunnur Einarsdóttir skoraði 3 mörk fyrir Tertnes sem vann Glassverket auðveldlega, 35:23. Tertnes fékk því 4 stig í riðlinum, Nordstrand 2 en Glassverket ekkert.

Storhamar, undir stjórn Alfreðs Finnssonar, vann Stabæk, 26:25, og vann riðilinn með 4 stigum. Stabæk fékk 2 stig en Vipers Kristiansand, lið Þóreyjar Rósu Stefánsdóttur, fékk ekki stig.

Það voru liðin í sætum þrjú til átta í úrvalsdeildinni sem fóru í þessa riðlakeppni en tvö efstu liðin, Larvik og Byåsen, fóru beint í undanúrslitin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert