Sveinn Aron ekki með á morgun

Sveinn Aron Sveinsson kominn í skotfæri í leik gegn ÍR …
Sveinn Aron Sveinsson kominn í skotfæri í leik gegn ÍR í vetur. Hann verður vart með Val á morgun gegn ÍBV frekar en í gær vegna meiðsla. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Hornamaðurinn Sveinn Aron Sveinsson lék ekki með samherjum sínum í Val í gær þegar þeir mættu ÍBV í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins í handknattleik. Nær útilokað er að Sveinn Aron verði með Valsliðinu á morgun þegar Valur og ÍBV mætast öðru sinni í Vodafonehöllinni við Hlíðarenda. 

Sveinn Aron meiddist í kappleik með öðrum flokki í síðustu viku. Hann fékk nokkuð þungt högg á sig og í framhaldinu blæddi inn á vöðva. „Það er ekki alveg vitað, er bara að vona að þetta fari að koma til,“ sagði Sveinn Aron við mbl.is spurður hvenær mætti reikna með honum á ný fram á leikvöllinn. 

Sveinn Aron var þriðji markahæsti leikmaður Vals í Olís-deildinni í vetur með 84 mörk. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert