Anna Úrsúla: 170% einbeittar

„Eyjaliðið er mjög erfitt viðureignar á heimavelli í Vestmannaeyjum og við höfum tapað fyrir þeim þar í vetur. Þetta eru alltaf hörkuleikir milli liðanna, þannig við þurfum að mæta alveg 170% einbeittar og vonandi verðum við það líka á sunnudaginn,“ sagði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir leikmaður Vals eftir sigur liðsins á ÍBV í dag, 21:17.

Þetta var fyrsti leikur Vals og ÍBV í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna og hefur Valur nú yfir í einvíginu, 1:0 eftir sigurinn á Hlíðarenda í dag. Önnu fannst mikilvægt að vinna þennan fyrsta leik liðanna á heimavelli Vals.

Anna Úrsúla lék mjög vel í vörn Vals og skoraði að auki 4 mörk í leiknum. „Þegar varnarleikurinn er jafn góður og hann var í dag, þá er allavega byr með okkur og það er það sem við viljum,“ sagði Anna Úrsúla í viðtali við mbl.is eftir leikinn í dag.

Viðtalið við Önnu Úrsúlu má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert