„Grótta tapar boltanum“

Gróttukonur stöðva Söndru Sif Sigurjónsdóttur úr Stjörnunni í gærkvöldi.
Gróttukonur stöðva Söndru Sif Sigurjónsdóttur úr Stjörnunni í gærkvöldi. mbl.is/Kristinn

Stjarnan komst í 1:0 í undanúrslitarimmunni gegn Gróttu í Olís-deild kvenna í handknattleik með nokkuð öruggum sigri í Mýrinni í Garðabæ í gærkvöldi.

Vinna þarf þrjá leiki til þess að komast í úrslitarimmuna gegn annaðhvort Val eða ÍBV. Stjarnan sigraði 29:23 en að loknum fyrri hálfleik var staðan 13:10 fyrir Stjörnuna.

Ekki er mjög flókið að leikgreina þennan tiltekna leik. Grótta kastaði frá sér möguleikanum á jöfnum leik með fjölmörgum mistökum í sókninni. Ekki veit ég hversu oft ég þurfti að setja inn „Grótta tapar boltanum“ í beinu atvikalýsinguna á mbl.is í gærkvöldi en það birtist í það minnsta reglulega á skjánum svo gott sem allan leiktímann.

Sjá umfjöllun um leikinn í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert