Ögurstund í Kaplakrika

Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður FH.
Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður FH. mbl.is/Kristinn

Úrslitakeppni Olís-deildar karla og kvenna heldur áfram í dag. Augu margra munu beinast að rimmu Hafnarfjarðarliðanna, FH og Hauka, sem mætast í Kaplakrika í kvöld klukkan 19.45. Eftir gott gengi í vetur, sigur í bikarkeppninni og í deildarkeppninni, eru leikmenn Hauka komnir í þá að stöðu að verða að vinna leikinn í kvöld. Annars eru yfirgnæfandi líkur á að þeir leiki ekki til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki leikur til úrslita.

Leikmenn ÍBV léku vel gegn Val og fylgdu eftir öruggum sigri sínum á Hlíðarendaliðinu í Eyjum fyrr í þessum mánuði. Nú er það Valsmanna, undir stjórn Ólafs Stefánssonar, að svara fyrir ef þeir ætla á að annað borð að komast í úrslitarimmuna við annaðhvort FH eða Hauka. Flautað verður til leiks klukkan 16 en tveimur stundum fyrr mætast kvennalið Vals og ÍBV fyrsta sinn í undanúrslitum.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert