Öruggt hjá Valskonum gegn andlausu liði ÍBV

Valskonur tóku forystu í einvíginu gegn ÍBV í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna í handknattleik þegar Valur vann öruggan 4 marka sigur í fyrsta leik liðanna á Hlíðarenda í dag, 21:17.

Liðsmenn ÍBV voru sterkari fyrri hluta fyrri hálfleiks á meðan Valsarar töpuðu boltanum trekk í trekk. En eftir tæplega 26 mínútna leik slökknaði alveg á liði ÍBV og leikmenn liðsins skoruðu ekki mark í tæpar 14 mínútur. Það nýttu Valsarar sér og náðu mest sjö marka forskoti og lögðu þannig grunninn að öruggum sigri.

Eyjakonur virkuðu ráðþrota í sóknarleik sínum gegn sterkri vörn Vals og eftir 41 mínútu í leiknum voru aðeins tveir leikmenn ÍBV komnir á blað yfir markaskorara.

Valur hefur nú tekið 1:0-forystu í undanúrslitaeinvígi liðanna, en vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslit. Fylgst var með gangi mála í leiknum í textalýsingu hér á mbl.is sem má sjá hér fyrir neðan.

Valur 21:17 ÍBV opna loka
60. mín. Jónína Líf Ólafsdóttir (Valur) á skot í stöng
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert