Einar í Mosfellsbæinn

Einar Andri Einarsson, þjálfari FH.
Einar Andri Einarsson, þjálfari FH. mbl.is/Ómar Óskarsson

Einar Andri Einarsson, núverandi þjálfari FH, tekur við þjálfun Aftureldingar í sumar en samningur Einars Andra við FH rennur út við lok leiktíðarinnar í vor. Hann tekur við þjálfun Aftureldingar af Konráði Olavssyni, sem stýrt hefur liði Mosfellinga undanfarið rúmt ár en undir stjórn Konráðs tryggði Afturelding sér sigur í 1.deild fyrir skemmstu.

Einar Andri hefur skrifað undir þriggja ára samning við Mosfellinga og kemur til starfa í sumar. „Eftir að hafa farið yfir hlutina með forráðamönnum Aftureldingar leist mér afar vel á framtíðarsýn þeirra og ákvað í framhaldinu að skrifa undir samning við þá um þjálfun Aftureldingarliðsins,“ sagði Einar Andri í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi eftir að hans núverandi lærisveinar í FH unnu Hauka, 22:19, í öðrum undanúrslitaleik liðanna.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert