Sóknin fær ekkert hrós

Hrafnhildur Skúladóttir sækir að vörn ÍBV í leiknum í gær.
Hrafnhildur Skúladóttir sækir að vörn ÍBV í leiknum í gær. mbl.is/Kristinn

Varnarleikurinn var í fyrirrúmi þegar Valur sigraði ÍBV, 21:17 í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna í handknattleik á fyrsta degi sumars í gær. Að sama skapi er engin ástæða til að hrósa sóknarleik liðanna neitt sérstaklega.

Strax að loknum fyrri hálfleik höfðu leikmenn Vals tapað knettinum 12 sinnum og þá eru frátalin varin skot og skot framhjá. ÍBV tapaði boltanum 8 sinnum í fyrri hálfleik og 14 sinnum alls en Valskonur 17 sinnum í það heila. Þá skoraði Valur ekki nema tvö mörk úr hraðaupphlaupum og ÍBV aðeins eitt.

Sjá nánar umfjöllun um leikinn í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert