Allt snýst þetta um peningana

Ísland og Þýskaland hafa oft tekist hart á í landsleikjum …
Ísland og Þýskaland hafa oft tekist hart á í landsleikjum sín á milli. Nú fer baráttan um sæti á HM í Katar fram utan vallarins. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Peningar ráða ferðinni. Í íþróttum eins og á öðrum sviðum þjóðfélagsins.

Við vorum minnt rækilega á það í vikunni þegar þær fréttir kvisuðust út að Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, væri búið að ákveða að veita Þjóðverjum keppnisrétt á heimsmeistaramóti karla í Katar í janúar á næsta ári, þrátt fyrir að þeir hefðu verið slegnir út í umspili af Pólverjum í síðasta mánuði og ættu með réttu að sitja heima. Þrátt fyrir að Ísland væri fyrsta varaþjóð Evrópu og ætti samkvæmt því að fá keppnisréttinn ef til einhverra forfalla kæmi.

Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær sagði hinn egypski forseti IHF, Hassan Moustafa, í viðtali við þýskt tímarit fyrir nokkrum vikum að handboltinn ætti undir högg að sækja sem ólympíuíþrótt vegna minnkandi áhorfs í sjónvarpi. Ástæðan væri sú að Þýskaland komst ekki í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í London fyrir tveimur árum. Tímaritið, Handball Time, velti fyrir vikið vöngum yfir því hvort IHF hugleiddi að úthluta sérstöku keppnisleyfi, „wildcard“, til einnar eða fleiri þjóða fyrir Ólympíuleikana í Rio de Janeiro árið 2016.

Í vikunni létu Moustafa og hans menn til skarar skríða. Þeir hentu Eyjaálfu út úr heimsmeistarakeppninni í Katar, hunsuðu eigin reglur (sömdu nýjar í kyrrþey) og tilkynntu á eins lítt áberandi hátt og mögulegt var að Þýskaland fengi sæti Ástralíu á HM. Yrði sem sagt ein þeirra 24 þjóða sem myndu slást um heimsmeistaratitilinn við Persaflóann eftir hálft ár.

Ástæðan er einföld og sú sem nefnd er hér að framan. Þýska landsliðið er lykillinn að fjármagni til handa handknattleikshreyfingunni í heiminum.

Sjá viðhorfsgreinina í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert