Aron áfram hjá Kiel

Aron Pálmarsson.
Aron Pálmarsson. AFP

Aron Pálmarsson er ennþá leikmaður þýska meistaraliðsins THW Kiel og virðist ætla að vera það á næstu leiktíð. Aron samdi í vor við ungverska liðið Veszprém frá og með sumrinu 2015 en gerði sér vonir um að forráðamenn Kiel og Veszprém myndu ná samkomulagi um að hann gæti losnað frá fyrrnefnda liðinu í sumar. Það virðist ekki ætla að ganga eftir því um helgina gaf Kiel út lista yfir leikmenn liðsins á næstu leiktíð. Í þeim hópi er Aron.

Í hópnum eru leikmenn sem gengu til liðs við þýsku meistarana fyrr í sumar og má þar nefna Króatann Domagoj Duvnjak sem kom frá HSV, örvhentu skyttuna Steffen Weinhold sem varð Evrópumeistari með Flensburg í vor eftir sigur á Kiel í úrslitaleik og spænski leikstjórnandinn Joan Canellas. Einnig kom ungur danskur markvörður til Kiel í sumar, Kim Sonne að nafni. Hann lék áður með Skive FH í næstefstu deild. Kaup Kiel á honum vöktu nokkra athygli enda ekki á hverjum degi sem menn fara frá B-deildarliði í Danmörku til þýsku meistaranna. iben@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert