Þjóðverjar vissu af brölti IHF

Þjóðverjar leika á HM þrátt fyrir að hafa ekki unnið …
Þjóðverjar leika á HM þrátt fyrir að hafa ekki unnið sér keppnisrétt þar. mbl.is/Kristinn

Leikmenn þýska landsliðsins í handknattleik karla, a.m.k. einhver hluti leikmannahópsins, vissi það fyrir síðari leikinn við Pólverja í undankeppni HM í handbolta í síðasta mánuði að þótt þeir töpuðu leiknum þá væru talsverðar líkur á því að þýska liðið tæki engu að síður þátt í heimsmeistaramótinu í Katar.

Morgunblaðið hefur heimildir fyrir þessu frá Þýskalandi og því að leikmenn hafi rætt þetta við menn utan hópsins að þýska landsliðið fengi sérstakan keppnisrétt á HM, svokallað wildcard, ef það tapaði umspilsleikjunum við Pólverja. Þjóðverjar töpuðu leikjunum og sú varð og raunin að Þjóðverjar fengu á síðasta þriðjudag keppnisrétt á HM á kostnað Ástrala eftir að Alþjóðahandknattleikssambandið, IHF, ákvað að afturkalla keppnisleyfi Eyjaálfu.

Samkvæmt þessum upplýsingum er ljóst að vitneskja var fyrir hendi fyrir utan innsta hrings stjórnenda IHF um að til stæði að gera þær lagabreytingar sem síðar voru samþykktar á fundi 18 manna ráðs IHF (IHF Council) á þriðjudaginn fyrir nærri viku. IHF hafði greinilega verið búið að undirbúa lagabreytinguna um nokkurt skeið og e.t.v. komið þeim upplýsingum áfram til þýskra handknattleiksyfirvalda, a.m.k. var vitneskjan fyrir hendi innan leikmannahóps landsliðsins.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert