Eyjakonur og Framkonur í Evrópukeppni

Ragnheiður Júlíusdóttir og félagar í Fram fara í Áskorendabikarinn.
Ragnheiður Júlíusdóttir og félagar í Fram fara í Áskorendabikarinn. mbl.is/Ómar

Tvö íslensk kvennalið eru skráð til leiks í Evrópumótunum í handknattleik á komandi vetri. Íslandsmeistarar Vals eru ekki með en ÍBV tekur hinsvegar þátt í EHF-bikarnum og Fram verður með í Áskorendabikarnum.

Dregið verður í báðum mótunum næsta þriðjudag, 22. júlí, og bæði íslensku liðin eru í efri styrkleikaflokki fyrir dráttinn.

ÍBV er í EHF-bikarnum og getur dregist gegn eftirtöldum liðum sem eru í neðri styrkleikaflokki:

Bnei Hertzeliya, Ísrael
Kastrioti, Kósóvó
Jomi Salerono, Ítalíu
Tecton Atzgersdorf, Austurríki
Olympia, Bretlandi
Kyndill, Færeyjum
Ankara Yenimahalle, Tyrklandi
Brühl, Sviss
Anagennisi Artas, Grikklandi

Fram er í Áskorendabikarnum og getur dregist gegn eftirtöldum liðum sem eru í neðri styrkleikaflokki:

Thames, Bretlandi
Holon, Ísrael
HIFK, Finnlandi
Union Mios Biganos-Begles, Frakklandi
Izmir BSB, Tyrklandi
RK Zelina, Króatíu
Knjas Milos, Serbíu
Energea Koszalin, Póllandi
Virto/Quintus, Hollandi
Jac/Alcanena, Portúgal
Yellow Winterthur, Sviss
Megas Alexandros, Grikklandi
Rauða stjarnan, Serbíu
Juve Lis, Portúgal
Loux Patras, Grikklandi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert