ÍBV í efri styrkleikaflokki en Haukar í neðri

Agnar Smári Jónsson í leik með ÍBV gegn Haukum. Liðin …
Agnar Smári Jónsson í leik með ÍBV gegn Haukum. Liðin leika bæði í EHF-bikarnum. mbl.is/Kristinn

Íslandsmeistarar ÍBV og deildarmeistarar Hauka eru skráðir til leiks í EHF-bikar karla í handknattleik en dregið verður til fyrstu umferðinnar eftir viku, þriðjudaginn 22. júlí.

Handknattleikssamband Evrópu birti í dag styrkleikalista fyrir dráttinn. ÍBV og Haukar hefja bæði keppni í 1. umferð og Eyjamenn eru þar í efri styrkleikaflokki en Haukar í þeim neðri. Flokkarnir eru þannig skipaðir:

Efri styrkleikaflokkur, Haukar geta mætt þessum liðum:

Potaissa Turda, Rúmeníu
Oroshazi Linamar, Ungverjalandi
Dubrava, Króatíu
Gomel, Hvíta-Rússlandi
Kriens-Luzern, Sviss
Zomimak, Makedóníu
Dinamo Astrakhan, Rússlandi
Zeleznicar Nis, Serbíu
Diomidis Argous, Grikklandi
Topolcany, Slóvakíu
Bregenz, Austurríki
Talent Plzen, Tékklandi
Lions, Hollandi
Bursa Nilüfer, Tyrklandi
ÍBV
Kaerjeng, Lúxemborg
Kehra, Eistlandi

Neðri styrkleikaflokkur, ÍBV getur mætt þessum liðum:

Achilles Bocholt, Belgíu
Lovcen-Cetinje, Svartfjallalandi
Gornik Zabrze, Póllandi
Maccabi Castro Tel-Aviv, Ísrael
Dragunas Klaipeda, Litháen
Olimpus-85, Moldóvu
Besa Famiglia, Kósóvó
London GD, Englandi
Handball Esch, Lúxemborg
Maccabi Rishon LeZion, Ísrael
Kristianstad, Svíþjóð
Varazdin, Króatíu
Bern Muri, Sviss
Sporta Hlohovec, Slóvakíu
Kras/Volendam, Hollandi
Haukar
Bozen, Ítalíu

Fyrsta umferðin er leikin fyrstu tvær helgarnar í september, dagana 6.-7. og 13.-14. september.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert