Fögnum með óbragð í munni

Stefan Kretzschmar á æfingu með þýska landsliðinu í Laugardalshöll fyrir …
Stefan Kretzschmar á æfingu með þýska landsliðinu í Laugardalshöll fyrir áratug. Hann segir Þjóðverja fagna sæti á HM í Katar en með óbragð í munni. Þorkell Þorkelsson

Stefan Kretzschmar, fyrrverandi landsliðsmaður Þýskalands í handknattleik, segir það vera augljóst að ákvörðun Alþjóða handknattleikssambandsins að veita þýska landsliðinu sérstakt keppnisleyfi, svokallað wildcard, hafi tekið á viðskiptalegum forsendum.

„Þegar maður heyrir að handknattleikurinn standi höllum fæti sem keppnisgrein á Ólympíuleikum vegna minnkandi áhorfs í sjónvarpi sökum þess að þýska landsliðið er ekki með þá er ljóst hversu mikilvægur þýski markaðurinn er," segir  Kretzschmar í pistli á fréttavef sport1.

„Þýskir handboltamenn fagna þeim fréttum að landsliðið tekur þátt í HM en við fögnum með óbragði í munni,“ segir Kretzschmar sem lék árum saman með þýska landsliðinu og SC Magdeburg undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert