Skála í Katar með bros á vör

Hassan Moustafa, forseti Alþjóða handknattleikssambandsins (IHF).
Hassan Moustafa, forseti Alþjóða handknattleikssambandsins (IHF).

Kannski er það til að æra óstöðugan hjá mér að fjalla enn einu sinni í pistli um ákvörðun IHF varðandi þátttökurétt á HM karla á næsta ári.

Þeir sem fengið hafa nóg geta verið þakklátir fyrir að þetta er síðasti pistillinn minn um þetta efni að sinni þar sem ég er á leið í nokkurra vikna sumarfrí.

Hinsvegar er framkoma stjórnenda IHF með slíkum ólíkindum að ekki er hægt að stilla sig um að fjalla meira um málið. Dregið verður í riðla á HM í Doha í Katar á morgun. Þangað mæta Hassan Moustafa, forseti IHF, og meðreiðarsveinar með bros á vör. Þjóðverjar líka og eru vísir til að skála í kampavíni með forsetanum sínum gamla fjandvini. Fróðlegt verður að sjá hvort samtök þýskra félagsliða láti verða af hótun sinni um að gefa ekki eftir leikmenn frá félagsliðum sínum til þátttöku á HM á næsta ári, eins og þau gáfu í skyn í vor, þegar þeir unnu dómsmál gegn IHF um hvar rétturinn á leikmönnum lægi.

Sjá viðhorfsgreinina í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert