Varaforseti EHF: Átti ég að kjósa gegn fleiri Evrópuríkjum?

Eva Björk Ægisdóttir

Danska sjónvarpsstöðin TV2 fjallar í kvöld reglubreytingar Alþjóða handboltasambandsins, IHF á mótafyrirkomulagi sínu og þeirri ákvörðun að IHF að Þýskaland tæki sæti Ástralíu á HM karla í handbolta í Katar á næsta ári.

Í umfjöllun TV2 er meðal annars rætt við Guðmund B. Ólafsson formann HSÍ og við Arne Elovsson varaformann Evrópska handboltasambandsins, EHF sem á sæti í IHF Council, ráðinu.

„Í fyrsta lagi þá var farið eftir reglum þegar Þýskaland var tekið inn á HM, í öðru lagi höfum við núna betri keppni og í þriðja lagi, af fjölgar liðum frá Evrópu á HM núna um eitt. Hefði ég átt að kjósa gegn því?“ sagði Elovsson við TV2.

„Í mínum augum væri það mjög fáranlegt ef ég kysi ekki á þann hátt sem best þjónar hagsmunum Evrópu,“ er ennfremur haft eftir Elovsson, sem var í viðtali í Morgunblaðinu um málið í síðustu viku.

Þá sagði Elovsson við Morgunblaðið: „Þegar ég tók afstöðu til þessa máls spurði ég mig þriggja spurninga: Var farið eftir lögum? Er þessi breyting góð fyrir handboltann? Er þetta betra fyrir evrópskan handbolta? Svarið við öllum spurningum er já, að mínu viti. Evrópa hafði aldrei möguleika á að velja hver hreppti varasætið þar sem reglum var breytt í byrjun fundar að tillögu framkvæmdastjórnar IHF."

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert