Þýskaland í riðli með Dönum Guðmundar

Guðmundur Guðmundsson.
Guðmundur Guðmundsson. Morgunblaðið/Golli

Dregið var í kvöld í riðla fyrir heimsmeistaramót karla í handbolta sem verður haldið í Katar á næsta ári. Leikið verður í fjórum sex liða riðlum og komast fjögur efstu lið í hverjum riðli í 16-liða úrslit. Þjóðverjar sem fengu óvænt sæti á HM þrátt fyrir að hafa mistekist að vinna sér keppnisrétt í gegnum forkeppnina í Evrópu drógust í riðil með Danmörku undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar, Póllandi, Rússlandi, Argentínu og Barein.

Bosnía sem sló út Ísland í forkeppni HM dróst í B-riðil og mætir þar Króatíu, Makedóníu, Austurríki undir stjórn Patreks Jóhannessonar, Túnis og Íran.

A-riðill
Spánn
Slóvenía
Katar
Hvíta-Rússland
Brasilía
Síle

B-riðill
Króatía
Bosnía Herzegóvína
Makedónía
Austurríki
Túnis
Íran

C-riðill
Frakkland
Svíþjóð
Alsír
Tékkland
Egyptaland
Sameinuðu arabísku furstadæmin

D-riðill
Danmörk
Pólland
Rússland
Argentína
Barein
Þýskaland

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert