Löke hætt með norska landsliðinu

Heidi Löke skorar fyrir Noreg í leik gegn Serbíu.
Heidi Löke skorar fyrir Noreg í leik gegn Serbíu. AFP

Heidi Löke, ein reyndasta handknattleikskona Noregs, hefur ákveðið að draga sig í hlé frá landsliðinu eftir langan feril með því.

Löke er 31 árs línumaður og leikur með Györ í Ungverjalandi. Hún hefur leikið 134 landsleiki fyrir Noreg og skorað í þeim 478 mörk.

„Heidi var lykilmaður í okkar liðið og átti stóran þátt í góðum árangri liðsins á undanförnum árum. Við virðum forgangsröðun hennar og vonum að þetta hlé vari ekki lengi. Við í þjálfarateyminu förum í undirbúning okkar fyrir Evrópumótið með þá leikmenn sem standa okkur til boða," sagði Þórir Hergeirsson landsliðsþjálfari Noregs á vef norska handknattleikssambandsins í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert