Reyna að kaupa leikina

Gunnar Magnússon þjálfari karlaliðs ÍBV í handbolta.
Gunnar Magnússon þjálfari karlaliðs ÍBV í handbolta. mbl.is/Eva Björk

Óvíst er hvort Eyjamenn fara til Ísraels í útileikinn meðan ástandið í landinu er eins og það er. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, leyfir ísraelskum liðum ekki að spila heimaleiki sína í Ísrael að svo stöddu af öryggisástæðum og líklegt er að sama sé upp á teningnum hjá Evrópska handknattleikssambandinu.

„Þetta var eitthvað sem maður vildi alls ekki fá. Þetta var sko enginn óskadráttur,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari karlaliðs ÍBV, um mögulega Ísraelsför, en ÍBV dróst gegn Hapoel Rishon LeZion í EHF-bikarnum.

„Við munum klárlega skoða það hvort við getum keypt heimaleikinn þeirra til Vestmannaeyja. Þetta yrði náttúrlega rándýrt ferðalag. Þannig að við munum eflaust leita einhverra leiða til að spila báða leikina heima eða úti, ef ástandið er í lagi þarna í Ísrael þegar kemur að leikjunum. En eins og staðan er akkúrat núna, trúi ég því ekki að það verði einhverjir leikir í Ísrael. En það er ennþá einn og hálfur mánuður í þetta, þannig að maður veit ekkert hvað gerist í millitíðinni,“ sagði Gunnar.

Farið er frekar yfir fyrstu pælingar ÍBV, Hauka og Fram eftir að dregið var í Evrópukeppni í gær, í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag. Þar er meðal annars rætt við Þorgeir Haraldsson formann Hauka og kostnaður við að taka þátt í einni umferð Evrópukeppni tekinn saman.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert