Emsdetten sektað vegna skuldar við Akureyri

Oddur Gretarsson.
Oddur Gretarsson. mbl.is/Golli

Þýska handknattleiksfélagið Emsdetten hefur verið dæmt til að greiða 2.500 evrur í sekt eða því sem nemur 400 þúsund krónum fyrir að hafa ekki greitt Akureyri og HSÍ uppeldisbætur fyrir Odd Gretarsson, þegar Oddur gekk í raðir félagsins í fyrra.

Evrópska handboltasambandið, EHF úrskurðaði 22. nóvember að Emsdetten bæri að greiða bæturnar. Ems­detten áfrýjaði þeim úr­sk­urði til Áfrýj­un­ar­dóm­stóls EHF, á þeim for­send­um að upp­eld­is­bæt­ur Alþjóða hand­knatt­leiks­sam­bands­ins, IHF, brytu í bága við Bosm­an-regl­una um frelsi leik­manna, og að HSÍ hefði ekki umboð til að krefjast upp­eld­is­bóta fyr­ir hönd Ak­ur­eyr­inga.

Emsdetten neitaði þó áfram að greiða og nú hefur EHF sektað Emsdetten um 2.500 evrur auk þess sem félagið verður á skilorði næstu tvö árin vegna málsins. Verði Emsdetten brotlegt með sambærilegum hætti á þeim tíma verður félaginu meinað að fá til sín leikmenn erlendis frá.

Á meðan málaferlunum stóð greiddi Emsdetten þó uppeldisbæturnar til Akureyrar og HSÍ, þannig það mál ætti að vera frá, en sektin stendur. Emsdetten hefur þó sjö daga til að áfrýja úrskurðinum um sektina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert