Engin íslensk uppskrift

Geir Sveinsson.
Geir Sveinsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta er að mörgu leyti allt annað þó að það snúist um sama hlutinn, að kasta bolta og reyna að vinna. En það er engin spurning að þetta er stærra svið, sama hvert litið er, hvort sem það varðar leikmenn eða umgjörð.“

Þetta segir handknattleiksþjálfarinn Geir Sveinsson í samtali í Morgunblaðinu í dag, en Geir tók formlega við þjálfun þýska 1. deildar liðsins Magdeburg þann 1. júlí eftir að hafa þjálfað Bregenz í Austurríki í tvö ár þar á undan.

Geir segist fagna áskoruninni sem hann segir vissulega á sama tíma vera krefjandi. „Það hefur allt gengið samkvæmt áætlun hingað til, en þetta er vissulega meiri alvara og ég finn fyrir því. Ég horfi bjartsýnum en jafnframt raunhæfum augum á þetta enda geta hlutirnir farið á alla vegu, maður er bara kominn til að gera sitt besta,“ segir Geir í samtalinu.

Sjá viðtal við Geir Sveinsson í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert