Þórir spilandi aðstoðarþjálfari Stjörnunnar

Eyþór Magnússon, Björn Ingi Friðþjófsson, Þórir Ólafsson, Gunnar Harðarson og …
Eyþór Magnússon, Björn Ingi Friðþjófsson, Þórir Ólafsson, Gunnar Harðarson og Vilhjálmur Halldórsson formaður meistaraflokksráðs. Ljósmynd/Stjarnan

Hornamaðurinn Þórir Ólafsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Stjörnuna, en hann verður spilandi aðstoðarþjálfari Skúla Gunnsteinssonar auk þess sem hann mun hjálpa til við uppbyggingarstarf félagsins.

Þórir kemur frá pólska liðinu Kielce þar sem hann hefur orðið pólskur meistari síðastliðin þrjú ár. Hann á að baki fjölmarga landsleiki fyrir Íslands hönd en snýr nú aftur heim á leið.

Þá skrifaði Gunnar Harðarson undir samning við Stjörnuna í dag, en hann spilaði síðast með Val árið 2012. Áður hafði Stjarnan samið við þá Björn Inga Friðþjófsson og Eyþór Magnússon um að spila með liðinu í vetur.

„Við erum með ungan og mjög efnilegan hóp leikmanna þar sem flestir hafa spilað með yngri landsliðum Íslands og eiga framtíðina fyrir sér. Við stefnum hátt og markmið okkar er að þessi leikmannahópur og félagið skipi sér í hóp þeirra bestu á næstu árum. Nýju leikmennirnir munu hjálpa okkur mikið á þessari vegferð,“ segir Skúli Gunnsteinsson þjálfari Stjörnunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert