Karólína til liðs við Gróttu

Karólína Bæhrenz Lárudóttir er gengin til liðs við Gróttu. Til …
Karólína Bæhrenz Lárudóttir er gengin til liðs við Gróttu. Til hægri er Kári Garðarsson þjálfari Gróttu. Ljósmynd/Grótta

Karólína Bæhrenz Lárudóttir skrifaði í kvöld undir eins árs samning við Gróttu um að leika með liðinu í Olís-deild kvenna í handknattleik á næstu leiktíð. Karólína kemur frá Val og er annar leikmaðurinn sem Grótta fær frá Val í sumar, því áður hafði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir samið við Gróttu.

Bæði Karólína og Anna Úrsúla léku upp yngri flokkana og stigu sín fyrstu skref með meistaraflokki Gróttu áður en þær réru á ný mið, en eru nú báðar komnar aftur til sinna heima hjá Seltjarnarnesliðinu.

Grótta endaði í 5. sæti Olís-deildar kvenna í vor og komst svo í undanúrslit úrslitakeppninnar þar sem liðið féll úr leik fyrir Stjörnunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert