Vranjes vildi frekar vinna titla með Flensburg

Ljubomir Vranjes.
Ljubomir Vranjes. picture-alliance / Augenklick/Ro

Sænski handboltaþjálfarinn Ljubomir Vranjes hefur greint frá því af hverju hann hafnaði tilboði þýska handknattleikssambandsins um að taka að sér þjálfun þýska karlalandsliðsins í handbolta. Vranjes vildi heldur standa við samning sinn sem þjálfari Flensburgar, en Vranjes er samningsbundinn til ársins 2017. Þá sagði hann ekki koma til greina að þjálfa þýska landsliðið samhliða Flensburg.

„Þýska handknattleikssambandið vildi ráða mig en ég gat ekki sagt já. Vinnuálagið við að þjálfa þýska landsliðið og Flensburg samtímis hefði verið of mikið fyrir mig að ég hefði ekki ráðið við það,“ er haft eftir Vranjes á handball-world. Vranjes hafi heldur viljað vinna titla með Flensburg en stýra þýska landsliðinu.

Þýskir fjölmiðlar telja nú að Dagur Sigurðsson sé líklegastur til að verða næsti þjálfari þýska landsliðsins, en þá hefur Markus Baur fyrrverandi landsliðsmaður Þýskalands einnig verið nefndur til sögunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert