Fjölgun liða á HM ekki útilokuð

mbl.is/Eva Björk

„Þeir tóku ekkert illa í þá hugmynd okkar að fjölga liðum á HM í Katar, því að okkar hugmyndir snúa þá að því að styrkja HM og því væri IHF í mótsögn við sjálft sig með því að útiloka þann möguleika. Sá möguleiki var því ekkert útilokaður af IHF, heldur vill sambandið fá að velta þessu fyrir sér og hvað það myndi þýða. Það voru ansi hreinskilnar umræður um það,“ sagði Guðmundur B. Ólafsson, formaður Handknattleikssambands Íslands, HSÍ, við Morgunblaðið í gær.

Guðmundur og Davíð B. Gíslason, varaformaður HSÍ, sátu í gær fund í Basel í Sviss með Hassan Moustafa, forseta Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, en á fundinum voru líka framkvæmdastjóri IHF og yfirmaður mótamála.

Fundurinn var haldinn þar sem HSÍ telur að IHF hafi staðið ólöglega að breytingum á reglu 2.8 á mótafyrirkomulagi sem varð til þess að Ástralía missti sæti sitt á HM 2015 í Katar og Þýskaland fékk sætið. Eins og reglurnar voru fyrir breytingar hefði Ísland átt að taka sæti Ástralíu á HM.

Nánar er fjallað um málið og rætt við Guðmund B. Ólafsson formann HSÍ í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert