Líkur aukast á að Dagur taki við

Talið er víst að Dagur Sigurðsson verði næsti landsliðsþjálfari Þýskalands …
Talið er víst að Dagur Sigurðsson verði næsti landsliðsþjálfari Þýskalands í handbolta. AFP

Eftir að Svíinn Ljubomir Vranjes tilkynnti að hann hefði gefið þýska handknattleikssambandinu, DHB, neitandi svar um að þjálfa þýska karlalandsliðið í handbolta þykir nær fullvíst að Dagur Sigurðsson verði næsti þjálfari landsliðsins.

Í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Dagur að hann hefði ákveðið að ræða þessi mál ekki í fjölmiðlum, ekki síst í ljósi þess að yfirmaður hans hjá Füchse Berlín, Bob Hanning, er jafnframt varaforseti DHB og kemur að ráðningu nýs landsliðsþjálfara. Hann vildi því gefa Hanning frið til að vinna málin án þess að gefa nokkuð upp við fjölmiðla.

Það skýrist á næstu dögum hver verður næsti landsliðsþjálfari Þýskalands og þykja mestar líkur á því að Dagur verði ráðinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert